tisa: nóvember 2006

föstudagur, nóvember 24, 2006

Lati eigandinn

Lati eigandinn þolir ekki snjó. Bíllinn lata eigandans þolir ekki snjó. Farðu.

Greyið bíllinn, ást lata eigandans, sat fastur í snjóskafli í fjóra daga.

Lati eigandinn nennti ekki að setja nagladekkinn á. Lati eigandinn þurfti að gjöra svo vel að taka strætó.

Lati eigandinn bölvaði mikið.

Lati eigandinn nennir ekki vinnunni sinni. Vinkona lata eigandans sagði "Hey komdu að vinna þar sem ég vinn, þar þarftu ekki að gera neitt"

Lata eigandanum leist vel á það en svo nennir hann ekki að sækja um.

Lati eigandinn nennti ekki að læra frönsku.

Lati eigandinn talaði bara spænsk/dönsku með frönskum hreim í munnlega.

Lati eigandinn veit nefnilega að kennarinn kann sjálfur ekkert í frönsku.

Það eru nefnilega allir heimskir nema hann.


Núna er lati eigandinn að hugsa hverju hann nenni núna. Svarið er frekar augljóst.

Lati eigandinn nennir engu. En það er allt í lagi.

Lati eigandinn ætlar bara að bíða eftir því að snjórinn fari. Þá þarf hann ekki að setja dekkinn á.

Haha segir hann og hlær að heimku allra þeirra sem datt þetta ekki í hug.


Lati eigandinn ætlar í sturtu. Þrátt fyrir það að hann nenni því ekki. Því stundum gerir hann hluti sem hann nennir ekki.

Lati eigandinn botnar ekkert í því afhverju hann gerir það. Afhverju að gera eitthvað sem hann nennir ekki.

Þetta er samfélaginu að kenna hugsar hann. Svo blótar hann. En hann blótar í huganum til að hræða ekki fólk í nánd.

Lati eigandinn er ekki alillur, þótt aðrir haldi því kannski fram.


Lati eigandinn ætlaði að taka þátt í ræðukeppni.

Lati eigandinn nennti ekki að skrifa ræðu. Hann var samt liðstjóri í staðinn. Núna er lið lata eigandans komið í úrslit.

Lati eigandinn sannfærði sig um það væri honum að þakka. En það er líklegast lygi.


Lati eigandinn ætlar að fara núna. Svo þarf hann að biðja bílinn afsökunar og setja rúðupiss á hann. Ólíklegt að hann nenni því.


Leti er lífstíll hugsar lati eigandinn. Kannski ekkert endilega sá besti en þetta er hans lífstíll og hann lifir eftir honum. Honum finnst hann ágætur.


Bless.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 20:43

6 comments

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Málalagningaskortur

Ég hef voða lítið til málanna að leggja þessa dagana.

Jú, nema kannski að ég er ennþá að fá drauma um fjólubláu skóna...

En ég er staðráðin í að kaupa mér fullt að fjólubláum skóm í Ástralíu. Og búmerang handa Bjarka. Búmerang með bandi.





Voða lítið að frétta úr Breiðholtinu. Orðið svolítið gráleitt hérna og ég er búin að skauta smá á bílnum í hálkunni. En það er bara gaman að því.





Ég átti að halda fyrirlestur í skólanum. Mér datt ekkert í hug til að tala um. Ef ég spurði einhvern þá fékk ég alltaf sama svarið: Svefn.

Þannig ég skrifaði um svefn. En þá fékk ég hugmynd.

Ég hélt fimmtán mínútna langan fyrir lestur um örhentni. Sló í gegn.

Komst að því að það eru til búmerangar fyrir örvhenta. Stórkostlegt ekki satt?



Annars var það Eplaballið. Skímó og læti. Ég þoli ekki Skímó. Þooooli þá ekki. Bjöööö heyrist í mér. BJÖÖÖÖ

Ballið var samt fínt. Fyrirpartý líka. Fékk samt of stóran skammt af upplýsingum þar.


En...

Dömur mínar og herrar

Fab 5 eru í kassanum og ég er ekki fyrir framan hann.
Bætum það.


Sjáumst von bráðar.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 19:59

0 comments